22.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (1975)

105. mál, íslenskur fáni

Frsm. (Skúli Thoroddsen):

Mér fyndist viðkunnanlegra, að hv. þm. Vestm. (J. M.) legði hér fram á borðið þennan þjóðarétt, sem hann er að vitna í. Ræða hans minti mig annars á það tal, sem hér varð á árunum um Krítarfánann. Heilbrigð skynsemi getur sagt oss, að vér þurfum ekki að sækja um viðurkenning annara ríkja á fánanum, það er alveg nóg að tilkynna þeim, að vér ætlum að taka hann upp. Annars vil eg skora á háttv. þm. Vestm.

(J. M.) að leggja á borðið þau sönnunargögn, sem hann þykist hafa fyrir skoðun sinni.