13.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Lárus H. Bjarnason:

Forseti sagði rannsóknarnefndinni, að hann hefði átt tal við hæstv. ráðh. um bankamálið „rétt fyrir jólin“, ef eg man rétt, og hefði hann farið frá ráðherra með þeirri von að gæzlustjórarnir yrðu settir inn í störf sín 1. jan.

Hann hafði og komið til Kristjáns Jónssonar rétt fyrir nýár og látið honum þessa von í ljósi.

Dönsku bankastjórarnir munu ekkert samtal hafa átt við ráðherra eftir að hv. forseti talaði við hann, því að þeir fóru á annan í jólum og ættu tillögur þeirra því engin áhrif að hafa haft á innsetninguna, hvorki frá eða til.

En útaf hjalinu um, að málið sé ekki enn fullrannsakað, vildi eg spyrja: Hvenær verður það fullrannsakað? Ef á að bíða eftir því að Ísafoldarliðið telji það fullrannsakað, þá gæti sú bið orðið nokkuð löng. En til hvers eru þessar endalausa málalengingar.

Kveðum nú upp þann dóm, sem háttv. þingdeild átti að kveða upp þegar í þingbyrjun.