25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1615 í B-deild Alþingistíðinda. (1987)

105. mál, íslenskur fáni

Hannes Hafstein:

Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) sagðist eigi geta skilið, að það gerði öðrum þjóðum neitt til, hvaða fána við notuðum.

Það er rétt, að það gerir öðrum þjóðum ekkert til; en oss skiftir það miklu, að við siglum undir þektu og viðurkendu flaggi. Menn hafa ekki siglingafána sér til gamans að eins, heldur fyrst og fremst til þess að tákna, undir vernd hvers ríkis skipið stendur. Siglingafáninn flytur rétt ríkisins út um höfin. En skip með óþektu og óviðurkendu flaggi getur átt á hættu, að það verði kyrsett í útlendum höfnum eða jafnvel stöðvað úti á hafi af herskipi, sem getur tekið það sem grunsamt og jafnvel dregið það til hafnar til rannsóknar, hvort alt sé með feldu og skipið hvorki stolið skip né ræningjaskip. Það er því afar þýðing… (ATH: hér vantar texta)….svarað hinni skynsamlegu spurningu, sem háttv. þm. Barð. (B. J.) bar upp við 1. umr. þessa máls. Hann spurði, hvað flutningsmenn frumvarpsins ætluðist til að gert væri, ef Danir neituðu að viðurkenna fánann og tilkynna hann öðrum ríkjum, sem viðurkendan af sér.

Á hvern hátt ætla fylgismenn fánans þá að kom máli sínu fram? Eg býst við fullnægjandi upplýsingum um þetta þýðingarmikla atriði.