25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1617 í B-deild Alþingistíðinda. (1990)

105. mál, íslenskur fáni

Framsögumaður (Skúli Thoroddsen):

Já, hvað eiga Íslendingar að gera, ef konungur neitar að verða við vilja þeirra? Það liggur beint við! Auðvitað segir ráðherra konungi, að hann verði að fara frá völdum, ef hann ekki fái málinu framgengt. Síðan kemur til þingsins kasta, hvað það vill gera. Það er auðvitað, að vér getum altaf átt á hættu, að vér komum ekki slíkum málum fram nema með baráttu. En öll slík barátta er oss einmitt til góðs, því að hún vekur eftirtekt á oss út á við og eykur virðingu annara þjóða fyrir oss. Vér höfum aldrei skoðað fánamálið sameiginlegt mál, enda mótmælti eg því í millilandanefndinni og alþingi aðhyltist mína skoðun. Meiri hluti nefndarinnar gat ekki skuldbundið Ísland, hvorki að því né öðru leyti.