25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1618 í B-deild Alþingistíðinda. (1991)

105. mál, íslenskur fáni

Björn Jónsson:

Eg vil minnast á, hvað eg átti við með spurning þeirri, sem eg bar upp við 1. umr. og virðul. fyrri þm. Eyf. (H. H.) áðan gat um. Eg lít svo á, að þetta mál varði ekki eingöngu alþingi, heldur einnig einstaka menn, sem skip eiga. Hugsum oss, að alþingi samþykki þetta frumv., en konungur neiti því um staðfesting, — hvað eigum við þá að gera? Eiga skip vor þá að vera fánalaus eftirleiðis eða eiga þau að halda áfram að sigla undir Dannebrog? Eg hygg, að menn hafi gott af því að glöggva sig á þeirri spurningu.