25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1622 í B-deild Alþingistíðinda. (1997)

105. mál, íslenskur fáni

Framsögum. (Skúli Thoroddsen):

Háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) getur ekkert um það sagt, hvort mér hefir verið kapp á að verða ráðherra eða ekki. En eg get ekki gert svo lítið úr mér, hvort sem eg sjálfur eða aðrir eiga hlut að máli, að eg þori ekki að standa upp, þegar beitt er vopnum lyganna og blekkinganna. Það hefi eg hingað til gert og mun gera enn, hvernig sem hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) leggur það út.

Hinn háttv. þm. vildi gera mikið úr því, hve frjálslyndur hann væri. Það er ekki nýtt, að hann beri lof á sjálfan sig, eins og blaðið »Reykjavík« ber vott um. Að öðru leyti hygg eg að óþarft sé að þrefa lengur um þetta mál. Það mun vera fullrætt.