26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1628 í B-deild Alþingistíðinda. (2005)

122. mál, frestun aðflutningsbanns

Björn Jónsson:

Það er að eins örlítil athugasemd út af þeim orðum virðul. fyrra þm. S.-Múl. (J. J.), að fjárhagur landsins, eins og nú er orðið, sé mér að kenna. Þegar fjárlögin voru lögð af mér fyrir þingið, voru þau ekki með neinum tekjuhalla. En nú að kenna bruðlunarsemi virðulegra þm., að hann er nú orðinn talsvert hár. Eg leit svo á, að það gæti verið skaðlaust, þótt eitt þing léti sér hægt um mjög stórvaxin útgjöld. En nú hefir ekki orðið sú raunin á, en margar leiðir eru til þess að forðast mikla tekjuþurð, eins og fram hefir komið hér á þinginu. Þetta með fjárhaginn verð eg því að eins að álíta að sé einber hégómi og fyrirsláttur til þess að koma bannlögunum fyrir kattarnef og eg lít svo á, að það sé bein móðgun við þingið að ætlast til þess, að það fari nú að eta það ofan í sig, sem það gerði seinast. Eg vil því vona, að frumvarp þetta verði felt nú þegar, til þess að það tefji ekki fyrir þinginu, sem nóg hefir að gera við þann litla tíma, sem eftir er.