24.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1693 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

26. mál, skógrækt

Stefán Stefánsson:

Eg vildi leyfa mér að segja að eins örfá orð. Nefndin hefir meðal annars komið fram með þá breytingartillögu við frv., að segja megi skógræktarstjóranum upp starfi hans með hálfs árs fyrirvara. Þetta er bráðnauðsynlegt ákvæði, því að svo getur farið, að sá sem fengi skógræktarstjórastöðuna, reyndist lítt fær um að gegna henni og yrði því að skifta um mann, en þá verður að vera heimild fyrir því að segja honum upp starfinu.

Að því er snertir breytingartillögu háttv. þm. Dal. (B. J.), að hreppstjórar séu skyldir að fylgja skógræktarstjóranum og skógarvörðunum, ef þeir krefjast þess, um hreppinn, svo sem skylt er eftir núgildandi lögum, þá get eg ekki verið honum samdóma, eins og eg hefi áður tekið fram með fullum rökum og þykist eg ekki þurfa að endurtaka það.