04.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1764 í B-deild Alþingistíðinda. (2106)

9. mál, prentsmiðjur

Jón Magnússon:

Auðvitað er hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) ofurmenni, þar sem hann lítur svo smáum augum á okkur, sem eitthvað möldum í móinn á móti þessu frv. hans og talar um lítilmenskuna, sem það sýni.

En eg stóð nú að eins upp til þess, að benda á það í sambandi við orð háttv. 2. þm.

N.-Múl. (Jóh. Jóh.) um 6. gr., að hún á alls ekki og getur alls ekki átt heima í prentsmiðjulögum, miklu heldur ætti hún heima í lögum um rithöfundarétt, ef hún þá á nokkursstaðar heima. Annars virðist mér ákvæði þessarar greinar kórvillan í öllu frumvarpinu, því að hvernig á að hegna prentsmiðjueiganda í útlöndum fyrir það, að bók, sem hann lætur prenta þar, sé seld hér á Íslandi? Hver á að sæta ábyrgð fyrir það brot? Ákvæði greinarinnar er stök endileysa, sem við megum ekki láta frá okkur fara. Eg býst við, að frumv. verði samþykt hér og því vildi eg helzt óska, að það yrði tekið út af dagskrá nú, til þess aðallega að þessari 6. gr. sé kipt í lag og helzt mörgum fleiri.