04.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1795 í B-deild Alþingistíðinda. (2143)

32. mál, stækkun verslunarlóðarinnar í Gerðum

Flutningsm. (Björn Kristjánsson:

Eg get svarað hinum háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.) því, að þessi jörð, er hér um ræðir, og er löggiltur verzlunarstaður, er eign einstakra manna, en ekki hins opinbera. Það er útlent hlutafélag, sem rekur þar verzlun, sem stendur, og leigir það lóðirnar fyrir miklu hærri leigu en annara er venja.