18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1798 í B-deild Alþingistíðinda. (2153)

33. mál, borgarstjórakosning

Skúli Thoroddsen:

Eg hefi leyft mér að koma fram með breytingartillögu á þgskj. 521 við frv. þess efnis, að bæjarbúum hér sé látið frjálst, hvern þeir vilji kjósa fyrir borgarstjóra. Eftir tillögum nefndarinnar er þeim það því að eins frjálst, að ekki séu fleiri en 3 umsækjendur, en séu þeir fleiri, skal bæjarstjórnin velja úr 3 af þeim, er svo kjósendur skulu kjósa á milli. Eg sé ekki annað, en að bæjarstjórnin gæti með þessu fyrirkomulagi ætíð bolað frá einstökum mönnum. Ef t. d. umsækjendur væru 2 eða 3, væri ætið hægt að fá fleiri til þess að gefa kost á sér. Væri þannig hægt að bola hæfum manni frá því að ná kosningu. Það á að gera þetta fyrirkomulag þannig úr garði, að bæjarbúar fái að kjósa, án nokkurs tillits til, hvað bæjarstjórnin vill í þessu efni. Að öðrum kosti hygg eg, að megn óánægja muni verða yfir þessu.