10.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (2173)

37. mál, breyting á fátækralögum

Skúli Thoroddsen:

Eg verð að fara örfáum orðum um brtill., sem eg á við þetta frv. í 2. gr. er gert ráð fyrir því, að ef dvalarsveit kemur sjúklingi, sem ekki á framfærslusveit þar, á sjúkrahús, sem liggur fyrir utan dvalarsveitina, þá eigi hún ekki heimtingu á borgun fyrir það. Þetta álít eg mjög ósanngjarnt ákvæði, því að það er auðvitað, að sjúklingurinn verður ekki fluttur á hæli í annari sveit, nema ekkert sjúkrahús sé í dvalarsveitinni, eða læknishjálp sé þar ekki fáanleg. Eg hefi því leyft mér að koma með brtill. við þetta ákvæði. Einnig get eg, að því er aðrar brtill. snertir, lýst því yfir, að eg er þeim fylgjandi. Eg álít sjálfsagt, að heilsubótarstyrkur til fátæks manns sé ekki reiknaður sveitarstyrkur, ennfremur finst mér það eðlilegt, að sveitir taki þátt í fræðsluskyldunni, þegar á þarf að halda og ekki sízt er það eðlilegt, að þegar maður, sem á 6 börn eða fleiri og getur ekki framfært þau öll, þiggur hjálp af því opinbera, missi ekki rétt sinn fyrir það.