18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1814 í B-deild Alþingistíðinda. (2180)

37. mál, breyting á fátækralögum

Framsögumaður (Jón Magnússon):

Eg get vel trúað því, að háttv. þm. Sðfjk.

(B. Þ.) hafi borið sig saman við lögfræðing. En eg leyfi mér að efast um, að sá lögfræðingur hafi hugsað málið vel, áður en hann svaraði. Hér stendur það beinum orðum, að þegar hreppsnefnd eða bæjarstjórn veiti sjúkum mönnum hjálp, þá skuli það ekki teljast sveitarstyrkur. Eg veit ekki betur, en að hreppsnefndir og bæjarstjórnir séu skyldugar að veita hjálp, þegar á þarf að halda, og hefir það hingaðtil verið talinn sveitarstyrkur. Ef brtill. verður samþ., þá verður slíkur styrkur ekki lengur talinn sveitarstyrkur. Þetta er svo ljóst, að ómögulegt er að skrifa lög, ef þetta ákvæði yrði misskilið.