06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1817 í B-deild Alþingistíðinda. (2183)

41. mál, etirlaun Torfa Bjarnasonar

Benedikt Sveinsson:

Eg er sammála háttv. flutningsm. (P. J.) um, að tilhlýðilegt sé að veita Torfa Bjarnasyni heiðurslaun, en eg er ekki samdóma honum um formið. Mér finst nægilegt, að fjárveiting þessi komist inn í fjárlögin, eins og títt hefir verið um slíkar veitingar fyrri. Eins og kunnugt er, þá er þjóðin mótfallin eftirlaunum yfir höfuð, og mundi mælast illa fyrir, ef farið væri að veita hinum og þessum eftirlaun með sérstökum lögum. Ef til vill þykir það meiri heiður, en það tel eg litlu skifta, enda getur vel svo farið, ef þetta frumv. verður samþykt, að margir þeir menn, sem nú njóta styrks samkvæmt fjárlögunum, taki að óska hins sama forms, og þyki það viðhafnarmeira. Eg vil því leyfa mér að leggja það til, að málið verði afgreitt með svohljóðandi rökstuddri dagskrá:

»Í trausti þess, að alþingi veiti skólastjóra Torfa Bjarnasyni viðunanleg heiðurslaun á fjárlögunum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá«.