06.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

58. mál, sjómannavátrygging

Skúli Thoroddsen:

Eg tek undir það með háttv. þm. Snæf. (S. G.), að það væri illa farið, ef frv. væri felt frá 2. umr. Mér er kunnugt, að lögin þykja ósanngjörn og hafði eg hugsað mér að koma með brtill. við frv. til 2. umr., en hefi ekki haft tíma til að athuga málið til hlítar. Á fundi í Norður-Ísafjarðarsýslu óskuðu menn breytinga á lögunum og svo mun víðar vera.

Eg mæli því með því, að frv. gangi til 2. umr.