04.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (2206)

58. mál, sjómannavátrygging

Bjarni Jónsson; Eg sé ekki, að lögin þurfi umbóta og því var eg samþykkur meiri hluta nefndarinnar. Það eina, sem meðhaldsmenn þess hafa til síns máls er, að lögin eru sumstaðar óskýr, svo sem hvort fjölskyldur þeirra, sem í lendingu drukna, skuli fá vátryggingarféð. Því væri ekki ástæðulaust að orða frv. upp, og eg vil ekki vera meinsmaður þess, að því sé vísað til 2. umr. þótt eg sé andvígur því, að iðgjaldið verði lækkað og vátryggingarfé veitt öðrum fjölskyldum en þeirra manna, sem farast af slysum á sjó, eða við vinnu, sem er í beinu sambandi við atvinnu sjómannsins.