14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1852 í B-deild Alþingistíðinda. (2223)

83. mál, kosningaréttur og kjörgengi

Einar Jónason:

Það er frá mínu sjónarmiði ósannað, hvor okkar háttv. þm. Sfjk. (B. Þ.) sé meiri kvenfrelsismaður. Eg hygg, að við séum það báðir í góðu lagi, viljum kvenþjóðinni alt hið bezta. En því síður skil eg, að hann skuli koma fram með þetta frumv., einkum þar sem hann segir í öðru orðinu það, sem hann neitar í hinu. Í öðru orðinu segir hann, að ákvæði laganna frá 1909 sé réttur handa kvenfólkinu, en í hinu, að með því sé kvenþjóðinni sýnd lítilsvirðing. Ef ákvæðið væri til lítilsvirðingar, væri sjálfsagt að afnema það. En ef álíta má — og á þeirri skoðun er eg — að ákvæðið sé sett til að venja konur við þennan rétt sinn, meðan þær eru óframfærnar og feimnar að nota hann, þá á ákvæðið að standa. Auk þess veit eg ekki til, að komið hafi fram nokkur áskorun frá konum, um að fella ákvæðið burtu, og meðan mér er ókunnugt um það, mun eg greiða atkv. móti frumvarpinu.