17.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

118. mál, almenn viðskiptalög

Ráðherra:

Eg get verið fáorður um frv., þó það sé bæði langt og merkilegt, með því að nálega samhljóða frv. var til umræðu á síðasta þingi. Frv. er aðfengið, en þó ekki þýðing á dönskum lögum, svo að virðul. þm. þurfa ekki að vera fælnir við það af þeirri ástæðu. Því var snúið á síðasta þingi af vel færum manni úr lögum er gilda um öll Norðurlönd. Var unnið að þessum lögum af hæfustu mönnum úr öllum þrem löndum, og voru þau samþykt á öllum þrem löggjafarþingum þar. Er því trygging fyrir því, að þau séu vel vönduð og vel frá þeim gengið; en auk þess er það hagfelt að búa við sömu lög í þessu efni, sem aðrar Norðurlanda þjóðir. Stjórnin hefir að eins gert nokkrar smábreytingar á lögunum, þar sem henni þótti við þurfa eftir sérháttum vorum.