19.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1877 í B-deild Alþingistíðinda. (2261)

134. mál, barnafræðsla

Flutnm. (Jón Jónsson N.-Múl.):

Eg vil þakka hinum háttv. þingm., sem síðast talaði. Eg vil benda á 10. gr. laganna. Það þarf ekki nema helming fundarmanna, eða allra kjósenda í hreppnum til þess að lögin gangi þar í gildi. Hér er heldur ekki að ræða um að breyta lögunum, heldur að eins að fresta þeim. Það er mjög athugavert og ósanngjarnt að láta ¼ hluta hreppsbúa ráða um þetta efni, enda má haga svo fundum, að menn eigi ekki hægt með að mæta. Út af því, sem kom fram við 2. umr., að ekki væri fé til kenslu í sveitum, þá vil eg fá sett ákvæði um það efni inn í fjárlögin, því eg álít ekki rétt að útiloka þær sveitir frá styrk, sem ekki hafa tekið upp farskóla, þó þær hafi nýta kennara.