06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (2275)

38. mál, byggingarsjóður

Jón Sigurðsson:

Það er ekki nema eðlilegt, að landsbankinn standi sig illa og sé lítt fær um að borga þetta, því eins og kunnugt er, hefir hann haft mörg útgjöld. Fyrst kostaði rannsóknarnefndin 9000 kr. og svo hafa þessir ólöglegu gæzlustjórar kostað hann 3000 kr. Það verður til samans 12000 kr., sem hann hefir orðið að gjalda fyrir þetta ólöglega bankafargan. Það er ekki rétt að skella þessu á landssjóð, en það gera menn með því að samþykkja þetta frumv. Það er búið að fara svo með landssjóð, að hann hefir nóg með sjálfan sig. Auk þess hefir hann í mörg horn að líta. Það er skylda þingsins að fara varlega í því að íþyngja landssjóði og losa bankann við lögboðin gjöld. Menn þurfa að þekkja sögu bankans betur en menn gera nú, áður en þeir samþykkja þetta frumv.

Eg legg því til, að máli þessu sé vísað til landsbankanefndarinnar eða einhverrar annarar nefndar.