01.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

125. mál, eiðar og drengskaparorð

Ari Jónsson:

Eg tel óþarft að fara mörgum orðum um frumv. þetta; nefndin hefir athugað það vandlega, og auk þess er það vel og vendilega undirbúið af hendi stjórnarinnar.

Vér nefndarmennirnir teljum aðal-tilgang frumvarpsins æskilegan, að maður sem enga trú játar, hafi rétt til þess að staðfesta framburð sinn með drengskaparyfirlýsingu í stað eiðvinningar. Breytingartillaga sú, er fram er komin er auðskilin, og er því óþarfi að skýra hana sérstaklega.

Eg skal svo ekki fara fleirum orðum um frumvarpið; vér nefndarmenn teljum það til töluverðra bóta, og leyfum oss að leggja til við hina háttvirtu deild, að hún samþykki það.