06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1906 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

34. mál, lögskráning mannanafna

Jón Þorkelsson:

Háttv. þm. Vest. (J. M.) gerðist nokkuð stórorður í garð okkar flutnm. út af 2. gr. frv., og lá við að hann væri að bregða okkur um heimsku. En eins og eg hefi áður tekið fram, var sú grein ekki að orsakalausu né óviljandi sett inn í frumv. Eg sagði það áðan, að mörg dæmi væru til þess, að nöfn manna væru rangfærð á reikningum, t. d. hefi eg fengið reikning fyrir aukaútsvari undir ólöglegu nafni. Og eg efast ekki um, að bæjarfógeti mundi hafa hikað sér við að taka lögtaki upp á slíka nafnleysu. Allar opinberar skrár hér í bæ úa og grúa af vitleysum og ósamkvæmni. Raunar hefir bæjarfógeti ekki samið þær, heldur bæjarstjórnin. En það varðar minstu máli. Hitt skiftir meiru, að hér þarf að lagfæra, og því er frumvarp þetta því ekki að ástæðulausu fram komið.