07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (2294)

34. mál, lögskráning mannanafna

Flutnm. (Bjarni Jónsson):

Eg vildi aðeins mótmæla þeim orðum háttv. þm. Vest. (J. M.), að mál þetta væri ranglega bendlað við þjóðernið. Hver þjóð verndar tungu sína, ekki að eins í orða- og setningaskipun, heldur og í mannanöfnum. Þetta frumv. er stílað upp á það, að mannanöfn standi þveröfug á opinberum skrám. Það á að koma í veg fyrir, að menn séu nefndir öðrum nöfnum en þeim, sem þeir heita. Ef sú lenzka kæmist á, að nöfn stæði öfug á slíkum skrám, þá mundu öfugu nöfnin festast við menn, og valda skemdum á máli og þjóðerni. Frv. girðir fyrir þá hættu, og því með réttu sett í samband við þjóðernisrækt. Eg skal kannast við, að það ristir eigi nógu djúpt, en vonandi kemur áframhald seinna, þannig að margir óþjóðlegir siðir verði afnumdir. En með þessu frv. er þó ein greinin af okkar versta þjóðernismeini af höggvin.