11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1913 í B-deild Alþingistíðinda. (2307)

132. mál, stofnun húsmæðraskóla

Bjarni Jónsson:

Eg ætla mér ekki að ræða þetta mál neitt við þessa umr., en mun skýra frá því við 2. umr., hver skoðun mín er í þessu efni. Þó skal eg geta þess, að húsmæðraskóli er að mínu áliti alveg eins bráðnauðsynleg stofnun, og bændaskóli, en eg hefði helzt kosið að slá tvær flugur í einu höggi, og hafa bæði húsmæðra- og bændaskóla á þessum sama stað. Kvenfólk hefir ekki síður en karlmenn þörf á að læra að búa vel; það getur svo oft komið fyrir, að þær verði að öllu leyti að standa fyrir búi, t. d. ekkja, sem heldur áfram búskap að bónda sínum látnum. Um leið gæti kvenmaðurinn á þessari stofnun lært húsmóðurstörf. Þá yrði raunar meira verkefni skólans, en árangurinn yrði líka mikið meiri, og kostnaðurinn tiltölulega minni við það, að sameina þessar tvær kenslugreinir á einum stað, því að bókleg kensla yrði öll sameiginleg og þyrfti eigi að fjölga kennurum. Eg skal ekki fara út í þetta mál frekar að sinni, en mun, eins og eg sagði, skýra nákvæmar frá skoðun minni við 2. umr.