01.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (231)

125. mál, eiðar og drengskaparorð

Framsögum. Ari Jónsson:

Það getur vel verið að íslenzkan sé ekki sem allra bezt á frv. þessu; en að hún sé ekki viðunandi, get eg ómögulega fallist á. Um 5. greinina er það að segja, að nefndin athugaði hana sérstaklega í tilliti til frumvarpsins, sem hv. 5. kgk. gat um, en var felt, sem átti að greina skýrt í sundur hverjir væru í þjóðkirkjunni og hverjir ekki; en nefndin áleit samt tiltækilegt að haga þessu svona, en til 3. umr. er auðvelt að koma með br.till. ef vill.