08.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1941 í B-deild Alþingistíðinda. (2334)

50. mál, landsbankalög

Jón Magnússon:

Háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) sagði, að það væri óviðkunnanlegt, að bankastjóri úr Íslandsbanka væri kosinn í nefnd þá, er fjalla ætti um mál landsbankans. En þetta er ástæðulaus áburður á háttv. deild, um að hún hafi hylst til þess, að kjósa þann bankastjóra í nefndina. Hér var kosin nefnd til að athuga peningamál landsins alment, og virtust ekki aðrir líklegri til að fara í þá nefnd, en þeir tveir bankastjórar, sem eru í deildinni, enda voru þeir kosnir í hana.

Það er einmitt háttv. þm. sjálfur, sem vill leggja mál þetta í hendur bankastjóra Íslandsbanka, með því að leggja það til, að því verði vísað til peningamálanefndarinnar. Þetta er því hreinasta meinloka hjá háttv. þm.