11.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1951 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

68. mál, gerðardómur í brunabótamálum

Flutnm. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Út af orðum hins hv. 2. þm. Eyf. (St. St.) skal eg taka það fram, að við völdum ekki þá leið, að skora á stjórnina, sökum þess að við treystum henni ekki til að semja betra frumv. Frumv. er ekki samið af okkur; það er samið af lögfræðingi hér í bæ, sem hefir manna mesta reynslu í þessum efnum, og er það því svo vel undirbúið, sem kostur er á.