20.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1965 í B-deild Alþingistíðinda. (2374)

89. mál, bygging jarða og ábúð

Pétur Jónsson:

Eg ætla ekki að lengja umræður um þetta mál. Framsögum. (St. St.) tók það fram, að breytingar frumv. væru nauðsynlegar, og er það rétt.

Í 2. gr. innifelast verulegar réttarbætur. Ef leiguliði vill byggja ný jarðarhús eða breyta gömlum húsum, þá á kostnaðinum að skifta þannig, að landsdrottinn leggi fram ¾ hluta hans, en sjálfur leggi hann fram það sem á vantar.

Þau nýmæli, sem fram koma í 6. gr. tel eg mjög athugaverð, nefnilega það, að hver einstakur skuli geta krafist skifta á óskiftu beitilandi. Þetta getur vakið deilur og óbilgirni. Gæti það orðið til ills að heimila þetta með lögum. En ef beitiland er tekið til ræktunar, þá á hlutaðeigandi að geta fengið skifti.

Vona eg, að mér geti komið saman við nefndina um breytingar á þessu ákvæði.