21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1988 í B-deild Alþingistíðinda. (2399)

98. mál, kjördæmaskipun

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Ef hæstv. forseti vill ekki vísa frv. frá, þá getur deildin það, með því að fella það. Fyrst þarf að fá lög, sem breyta tölu þingmanna, en háttv. flutnm. (J. Þ.) gengur að því vísu, að þau lög séu til. Það getur ekki komið til mála, að þetta frumv. komi fram fyr en á því hinu síðara þingi, er samþykkir stjórnarskrárbreytingu.

Eg fyrir mitt leyti hefi þó ekkert á móti því, að frumv. verði vísað til stjórnarskrárnefndarinnar.