06.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2000 í B-deild Alþingistíðinda. (2417)

112. mál, merking á kjöti

Jón Ólafsson; Herra forseti! Þessu máli er þannig farið, að reynslan hefir sýnt, að stimplun á kjöti hækkar verðið að miklum mun. Ef öðrum en dýralækni væri heimilað að stimpla kjöt með sama stimpli og dýralækni, eins og tillaga nefndarinnar fer fram á, þá mundi það hafa í för með sér, að alt kjötið mundi komast í lægra verðið.

Niðurlag 1. gr. frumvarpsins verður að falla burtu. Nú er sagt, að Húnvetningar ætli að fá dýralækni frá Noregi til þess að stimpla kjöt fyrir sig í haust, en það er hætt við því, að hann fái ekki ferðina borgaða, ef hann má ekki taka nema 5 aura af hverjum kindarkropp, sem hann skoðar. Það er hart að meina bændum að nota útlendan dýralækni, þegar innlendur dýralæknir er ekki til. Tillaga þm. Dal. (B. J.) er vel hugsuð og á góðum rökum bygð.