14.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 501 í B-deild Alþingistíðinda. (243)

69. mál, utanþjóðkirkjumenn

Lárus H. Bjarnason:

Háttv. 4. kkj. greindi ekki í sundur formhlið og efnishlið þessa máls. Það er rétt, að safnaðarlimir hafa leyfi til að byggja sér kirkju ef þeir vilja, alveg eins og við hér á alþingi höfum vald til þess, að veita fé úr landsjóði til hins eða þessa; en það eru fleiri safnaðarlimir en þeir, sem nú eru til þriðjudaginn 14. marz, hvort sem þeir nú kynnu að heyra til Strandarkirkju, eða einhverjum öðrum kirkjusöfnuði; það verður líka að taka tillit til eftirkomendanna. En það er ekki gert, ef tiltekinn maður er látinn borga tiltölulegan hluta skuldar, sem stofnað er til jafnt fyrir óborna sem alda. Hitt er hins vegar rétt, sem háttv. 4. kkj. hélt fram, að það er ekki bein lögnauðsyn að maður, sem segir sig úr þjóðkirkjunni eigi heimting á, að fá útborgaðan vissan hluta af sjóðeigninni; en það er sanngirniskrafa, eigi hann að taka þátt í ákvæðunum, og maður skyldi ætla, að slíkar tillögur mætti orða hér á þingi. Mér væri skapi næst, að fylgja heldur stjórninni að hinum greinum frumvarpsins en nefndinni um 5. gr. Þó mun eg sætta mig við, að alt frv. falli.