27.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2022 í B-deild Alþingistíðinda. (2452)

141. mál, einkaréttur landssjóðs á aðfluttum vörum

Frsm. (Ólafur Briem):

Út af því, sem háttv. 2. þm. S.-Múl. (J.Ól.) tók fram, skal eg fyrir mitt leyti ekki vera á móti því, að ef til vill væri heppilegra að hafa tvær nefndir, sem skipaðar væru færri mönnum. En nú er málið komið í það horf, að tveim nefndum hefir komið saman um, að þetta væri heppilegra, enda ber þess að gæta, að 5 manna nefnd hefir þann kost, að því fleiri sem nefndarmennirnir eru, þess hægra ætti að vera að velja þá með tilliti til þess starfa, sem þeim er ætlað að vinna í nefndunum.