11.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (2514)

54. mál, strandgæsla

Bjarni Jónsson:

Eg get hvorki greitt atkvæði með né móti þessari till., því að Íslendingar hafa ekki veitt neitt fé til strandgæzlu og hafa engin skip úti í því skyni. Og ekki er nein ástæða til að skora á stjórnina að áminna sýslumenn eða gefa þeim nýjar reglur. Danir hafa herskip við land, eitthvað í hafi en mest á höfnum að sögn sjálfra þeirra til þess að sýna, að þeir hafi drottinvald yfir íslenzkum sjóleiðum. En því neita eg með öllu og tel fleytu þessa oss með öllu óviðkomandi og mun aldrei styðja það með orði né atkvæði, að stjórn Íslands skifti sér af henni.