11.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (2515)

54. mál, strandgæsla

Forseti:

Út af orðum hins háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) vil eg taka það fram, að því miður ákveða þingsköpin ekkert um, hvað gera skuli, ef þingm. vanrækja fundi. Sem betur fer, hefir það sjaldan komið fyrir, að þingmenn hafi gert sig seka í slíku, en þingsköpin heimila forseta ekki neitt vald til þess að skapa mönnum víti fyrir slíka vanrækslu, sem er óafsakanleg án löglegra. forfalla, og ekki sízt hjá ráðherra.