02.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2072 í B-deild Alþingistíðinda. (2539)

160. mál, strandferðir

Jón Jónsson (1. þm. S.-M.):

Sem nefndarmaður er eg því mótfallinn, að málið sé tekið út af dagskrá nú. Á dögunum, þegar nefndin var að starfa að þessum till., þá talaði eg við hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.), og benti honum á að bera fram fyrir nefndinni till. þær, er hann kynni að vilja gera. Það gerði hann ekki, og nú sé eg enga ástæðu til að fresta framgangi þessa máls fyrir það eitt, að hann vill nú fara að koma með brtill. Það er nóg annað að starfa þessa daga, sem eftir eru.