14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2089 í B-deild Alþingistíðinda. (2563)

59. mál, frímerki

Björn Jónsson:

Eg skal að eins geta þess, að hin fráfarandi stjórn hefir fyrir löngu lagt drög til frímerkjaskifta, en virðulegir flutningsmenn hafa ekki látið svo lítið, að spyrja stjórnina um það. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að tvíkongafrímerkin verði lögð niður, en í stað þess verði tekin upp frímerki, er verði sum með mynd konungs einni, sum með mynd Jóns Sigurðssonar, og enn nokkur með íslenzkum landslagsmyndum.

Það getur verið, að þetta þyki ónýtt af því, að það er gert af vantraustsstjórn. En ef þessir vantraustsmenn vilja láta hætta við það, þá er vandinn enginn annar en að síma þegar þá skipun til Khafnar.