31.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (2578)

124. mál, stöðulögin

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Það er svo langt frá því, að ástæða sé til að taka þessa tillögu aftur, að hún er alveg sjálfsögð og á að samþykkjast hér í deildinni, einmitt nú, þegar breyting á stjórnarskránni, er ný samþ. hér, og við, sem vildum nema burt úr stjórnarskránni tilvitnunina í stöðulögin, fengum því ekki framgengt. Það er þessvegna því meiri ástæða til að bera þessa tillögu fram nú.