05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2100 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

124. mál, stöðulögin

Skúli Thoroddsen. Eg verð að taka undir með háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.), að þessi dagskrá getur að eins verið fram komin til þess að draga úr og milda málin. Þingsályktunartillagan er mun kröftugri. Þessi rökstudda dagskrá mundi hvergi vekja neina eftirtekt, en fyrir hinu er full trygging, að þingsályktunin þó kemur til eyrna dönsku stjórnarinnar, svo að hún fær að vita skoðun alþingis um þetta mál. Hér er ekki um annað að ræða, en áminning til Dana um, að alþingi vilji ekki una við stöðulögin og ætti þetta að geta orðið konungsvaldinu og Dönum hvöt til þess, að taka kröfur vorar í sambandsmálinu til íhugunar. Eg vil því eindregið mæla með, að tillagan verði samþykt.