05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2103 í B-deild Alþingistíðinda. (2588)

124. mál, stöðulögin

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg vil að eins gera örstutta athugasemd. Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) sagði, að dagskráin horfði í tvær áttir, til Dana og Íslendinga. Það er alveg rétt, en að eins á annan hátt, en hann vildi vera láta. Hún er skorinorð gagnvart Dönum, en Íslendingum bendir hún á það, að vér viljum ekki hafa að engu þingsályktun þá, sem samþykt var af alþingi í tíð Jón Sigurðssonar. Þetta er hinn rétti skilningur á dagskránni.