05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2104 í B-deild Alþingistíðinda. (2593)

124. mál, stöðulögin

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Þegar málið var rætt í nefndinni, var rætt um, að þingið kæmi fram með yfirlýsingu í þessa átt. Nú hefir minni hl. einn komið með þessa yfirlýsingu, en ef hann hefði beðið lengur, mundi nefndin hafa flutt hana fram, en orðað hana öðru vísi. Ef tillögumenn taka till. sína aftur, tökum vér till. vora um rökstudda dagskrá aftur.