06.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2114 í B-deild Alþingistíðinda. (2607)

138. mál, sambandsmálið

Jón Magnússon:

Mér heyrðist háttv. þm. Dal. (B. J.) segja, að eg talaði fyrir hönd heimastjórnarmanna, en eg vil leiðrétta þetta og taka það aftur fram, að eg talaði eingöngu fyrir hönd þeirra heimastjórnarmanna, er hér sitja í deildinni.

Út af því, sem háttv. flutningsm. (Sk. Th.) sagði, vil eg geta þess, að eg held að Dönum standi alveg á sama, hvort vér samþykkjum þessa þingsályktunartillögu eða ekki, enda fylgir þessu enginn kraftur. Það er að eins selbiti í vasanum og ekkert annað.