02.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2137 í B-deild Alþingistíðinda. (2650)

157. mál, vog og mælir

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg vildi að eins mæla örfá orð. Eg vildi einungis mælast til eins lítilræðis af hv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.). Þó að honum hafi mistekist að drepa háskólann, þá er hann, eins og maður veit, farinn að búa sig undir að halda fyrirlestra þar. Nú hefir hann haldið einn af þeim fyrirlestrum, sem hann er búinn að semja, yfir okkur hér í deildinni í dag. En eg vildi mælast til þess af honum, að hann framvegis vildi hlífa okkur við að hlusta á þessa fyrirlestra sína, en að hann afhenti skrifurunum þá, svo að þeir gætu komið í þingtíðindin.

Annars leiðir þingsályktunartillaga þessi ekki til annars en að auka óþarfakostnað, en hefir ekkert »praktist« gildi, því þá yrði að stofna nýtt embætti, auk margs annars kostnaðar. Hún er eitt af því marga, sem þessi þingm. ungar út, og ekki er til annars en að eyða tíma þingsins að óþörfu, og legg eg til, að hún verði feld.