20.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (2686)

79. mál, strandferðir og millilandaferðir gufuskipafélagsins

Ráðherra (Kr. Jónsson):

Eg ætla aðeins að segja fáein orð í sambandi við það sem vikið hefir verið að í ræðum beggja hv. þm. sem talað hafa. — Svona málaleitanir er erfitt að fá framkvæmdar, nema að þær séu fullkomlega á rótum bygðar. Hér er um það að ræða, hvort hinn upphaflegi samningur við félagið hafi verið brotinn; ef svo er ekki, þá getur stjórnarráðið engin afskifti haft af málinu. Eg er ókunnugar því, hvernig samningurinn er í þessu atriði, en það verður að skoðast. Það verður að rannsaka það, hvort útgerðarmaðurinn hafi samkv. samningum haft heimild til að nota þetta skip eða ekki; hafi hann þá heimild, þá getur stjórnin ekkert gert í málinu. Enda er hvort sem er hæpið að stjórnin geti gert nokkuð nú, vegna þess hve áliðið er, og ferðir og skip að sjálfsögðu ákveðin fyrir þetta ár, og því litlar líkur til að það fáist breytt. En að sjálfsögðu verður stjórnin að hafa eftirlit með því að samningarnir séu haldnir. Mér þótti rétt að benda á þetta, hve landsstjórnin hlýtur að eiga erfitt í slíku máli, og vel gæti verið, að tillagan verði árangurslaus. En hinsvegar skal eg gera mitt ítrasta til að laga þær misfellur, sem á ferðunum kunna að vera. Eg skal geta þess, að eg þekki ekki þær áskoranir eða umkvartanir til stjórnarinnar, sem hv. flm. talar um.