08.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2143 í B-deild Alþingistíðinda. (2694)

Fundalok

Forseti:

Störfum deildarinnar er þá hér með lokið og mun svo fara um þau eins og önnur mannleg verk, að þau verði fyrir misjöfnum dómum. Af ópólitskum málum tel eg hafnarmál Reykjavíkur eitthvert hið þýðingarmesta. Þjóðin mun nú með nýjum kosningum kveða upp dóm yfir starfsemi fulltrúa sinna og þeim dómi verða allir að hlíta. Mikil líkindi eru til, að talsverðar breytingar verði á skipun deildarinnar á ýmsan hátt, þótt enginn geti vitað, í hverja átt þær breytingar muni fara. Eg vil óska þess eins, að á næsta þing komi ekki einungis ákveðnir flokksmenn, heldur einnig stefnufastir menn, menn í orðsins bezta og sannasta skilningi, menn, sem eru »nee prece nec pretio mobiles«, því á slíkum mönnum þarf þjóð vor að halda.

Eg vil svo að lokum þakka öllum fyrir góða samvinnu og óska þeim þingdeildarmönnum góðrar heimferðar, er heimili eiga utanbæjar.