04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (2703)

143. mál, tillögur yfirskoðunarmanna landsreikninganna 1908 og 1909

Sigurður Hjörleifsson:

Eg er sammála háttv. framsögumanni um að 7. gr. komi einkennilega fyrir. Hinsvegar er því svo varið, að hér er um nauðsynjamál að ræða og vildi eg þess vegna mæla með því að hún fái að standa. Eg viðurkenni það, að liðurinn ætti ekki hér að vera, en það gerir ekkert til þótt formið sé ekki sem allra bezt; menn eiga að láta það ráða meiru, að hér er um þjóðnytjamál að ræða.