04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 314 í B-deild Alþingistíðinda. (2706)

143. mál, tillögur yfirskoðunarmanna landsreikninganna 1908 og 1909

Kristinn Daníelsson:

Eg vildi að eins vekja athygli manna á því, að eg hygg, að það sé árangurslaust að vera að tala um 4. lið tillögunnar, vegna þess, að hann getur ekki orðið borinn undir atkvæði sérstaklega við þessa umræðu, sem er síðasta umræða þessa máls. Eftir 29. gr. þingsk. eiga sömu reglur við hana og við 3. umr. frumvarpa, að ekki er hægt að bera upp nema brtill. Það þyrfti því, ef menn vilja fella 4. lið, annaðhvort að taka málið út af dagskrá, til þess að hægt sé að koma með brtill. um að fella 4. lið niður, eða fella málið alveg. Þetta finst mér þó ekki tilvinnandi, heldur þykir mér rétt að lofa 4. lið að standa. Mér finst stjórnin ekki þurfa að búast við, að eiga von á vítum fyrir umframgreiðslur, þó að þeirri aðalreglu sé fylgt, að taka upp í fjáraukalögin allar slíkar upphæðir.