17.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (2736)

Erindi frávikins gæslustjóra

Forseti:

Frá skrifstofunni hefir mér sem forseta verið fengið í hendur, örfáum mínútum fyrir fundinn — sama sem í fundarbyrjun — alllangt erindi til Ed. frá háttv. þm. Borgf. og bað sami háttv. þm. mig að lesa það hér upp. En við þeirri beiðni get eg ekki orðið vegna þess, að þingdeildin má ekki taka við neinu málefni nema einhver þingdeildarmanna taki það að sér til flutnings á þingskapalegan hátt, en því skilyrði hefir ekki verið fullnægt. Fyrir því getur erindið hvorki orðið lesið upp né rætt á þessum fundi.