17.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1022 í B-deild Alþingistíðinda. (2793)

Erindi frávikins gæslustjóra

Lárus H. Bjarnason:

Eg vil benda hæstv. forseta á niðurlag 36. gr. þsk. þar sem segir, að hverjum þm. sé heimilt að gjöra stutta athugasemd um gæzlu þingskapanna og fl. — Hæstv. forseti sagði, að bréfið væri ekki formlega framborið. Samkvæmt hvaða grein þingskapanna? mætti eg spyrja. Forseti gat þess, er hann var kosinn, að hann „vonaði og óskaði“ að samvinna yrði góð milli sín og deildarinnar. En eitt skilyrði fyrir góðri samvinnu er það, að forseti láti eftir þdm. það sem sanngjarnt er. Annars skal eg benda hv. forseta á, að innan handar er að koma málinu á dagskrá samkv. 41. gr. þsk.

Eg vona, að til þess þurfi ekki að koma og leyfi mér í því skyni að leggja til að hæstv. forseti leiti atkvæða deildarmanna um það, hvort þeir vilji heyra bréf háttv. þm. Borgf.