04.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í B-deild Alþingistíðinda. (2796)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Björn Jónsson:

Eg gleymdi að taka fram áðan, að eg hefi fengið bréf frá herra landssímastjóra O. Forberg, sem staðfestir skýrslu mína um áætlunarskekkjuna til Patreksfjarðarsímans. Þar er og frá því skýrt, að sími þessi hafi árið sem leið gefið af sér 9%.

Svo ætla eg að minnast örfáum orðum á breyt.till. á þgskj. 911. Það er misskilningur, að gjald þetta sé of hátt. Það er miklu lægra, ef talið væri eftir venjulegum taxta fyrir póstflutning með skipum, sem hafa ekki landssjóðsstyrk. En hann hafa Thoreskipin að eins fyrir strandferðirnar, en engan fyrir millilandaferðir sínar. Það var gert landssjóði til hagnaðar og sparnaðar að semja við Thorefélag um millilandapóstflutning fyrir minna gjald en ella.