09.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í B-deild Alþingistíðinda. (303)

23. mál, sóttgæsluskírteini skipa

Ráðherra (B. J.):

Þetta er ekki nema ofurlítil br.till., sem stefnir að því að koma frumvarpinu í það horf, sem virðul. efri deild skildi við það í. Eg vonast því til, að virðul. deild hafi ekkert við það að athuga. Það var upphaflega farið fram á að fella burt konsúlsáritun á sóttgæzluskírteini skipa, með því að hún væri óþörf orðin og bakaði útgerðarmönnum skipa tilgangslausan kostnað. Virðul. neðri deild hefir viljað afnema sóttgæzluskírteini skipanna með öllu. En það er of langt farið og óvarlega. Hitt er nóg.